Fréttir

Leikjastund fyrir börn og fullorðna í safnaðarsal Glerárkirkju

Í apríl, maí og júní 2012 geta foreldrar mætt í klukkustundarlanga dagskrá í safnaðarsal Glerárkirkju með grunnskólabörnin sín. Dagskráin er opin fyrir einn bekk úr grunnskóla í senn. Þar sér Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju, um hópeflisleiki sem ætlað er að hjálpa krökkunum úr bekknum og foreldrum þeirra að kynnast. Nánari upplýsingar gefur Pétur Björgvin djákni í síma 864 8451 eða á netfangið petur@glerarkirkja.is

Jákvæð upplifun

Í pistli á trú.is skrifar Jóhann H. Þorsteinsson, sviðsstjóri æskulýðsstarfs KFUM og KFUK um Hólavatn og segir m.a.: Til að kanna hug foreldra og barna til Hólavatns var send skoðanakönnun sem foreldrar voru hvattir til að svara í gegnum netið með reynslu barns síns í huga. Það ánægjulega við könnunina var að svörin sem bárust voru jákvæð. 84,7 % svarenda fullyrtu að barninu þeirra hefði líkað dvöl á Hólavatni mjög vel og 86,4 % töldu mjög eða frekar líklegt að þau myndu senda barnið sitt aftur á Hólavatn. Lesa pistil á trú.is - Skoða kynningarmyndband

Hver fermist hvenær vorið 2012?

Minnt er á, að hér á vef Glerárkirkju hafa nú um nokkurt skeið verið aðgengilegar upplýsingar um hver fermist hvenær í Glerárkirkju. Ábendingar berist til sr. Örnu á netfangið arna@glerarkirkja.is Skoða lista yfir fermingar 2012.

Gleði í mótlæti

Miðvikudagskvöldið 21. mars kl. 20:00 flytur sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur, erindi í safnaðarsal Glerárkirkju sem nefnist: ,,Gleði í mótlæti.” Að erindi loknu ræðir hann efni kvöldsins við dr. Bjarna Guðleifsson, náttúrufræðing. Dagskráin er hluti af umræðukvöldaröð prófastsdæmisins og Glerárkirkju. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis, tekið er á móti frjálsum framlögum í kaffisjóð.

Átt þú gamlar myndir?

Í desember næstkomandi fögnum við 20 ára vígsluafmæli Glerárkirkju. Af því tilefni leitum við nú eftir myndum sem tengjast starfi kirkjunnar og Lögmannshlíðarsóknar frá stofnun hennar. Átt þú myndir sem við megum birta hér á heimasíðunni og víðar? Endilega hafðu samband við Pétur djákna í síma 864 8451 eða á netfangið petur@glerarkirkja.is

Krossbandið í kvöldguðsþjónustu

Sunnudagskvöldið 18. mars kl. 20:00 er guðsþjónusta í Glerárkirkju þar sem Krossbandið sér um tónlistina. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar.

Samvera eldri borgara

Í dag, fimmtudaginn 15. mars, er samvera eldri borgara í safnaðarsal Glerárkirkju. Efni samverunnar er myndasýning frá Equador og Galapagoseyjum. Gestur samverunnar er Ásta Garðarsdóttir, en myndirnar tók hún á ferðalagi sínu um þessar slóðir fyrir nokkru síðan. Samveran hefst kl. 15:00, rúta fer frá Lindasíðu kl. 14:45.

Ársskýrsla ÆSKEY

Glerárkirkja hefur frá upphafi verið mjög sýnileg í samstarfsverkefnum prófastsdæmisins undir hatti ÆSKEY - Æskulýðssambands kirkjunnar í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi. Ársskýrsla sem lögð verður fyrir héraðsfund er nú aðgengileg á vef prófastsdæmisins.

Söngmót í Vatnaskógi

Leiðtogum í barna- og unglingastarfi Glerárkirkju sem og þátttakendum sem hafa verið mjög duglegir að mæta á viðburði æskulýðsfélagsins Glerbrots býðst að taka þátt í söngmóti sem verður haldið í Vatnaskógi helgina 20. til 22. apríl næstkomandi. Mótsstjóri er sr. Sigurður Grétar Sigurðsson (Siggi Grétar).

Helgihald í Glerárkirkju sunnudaginn 18. mars

Messa kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, Kór Glerárkirkju leiðir söng. Sunnudagaskólinn er á sínum stað, sameiginlegt upphaf í messu. Allir velkomnir. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, Krossbandið leiðir söng. Allir velkomnir.