Fréttir

Vestmannsvatn - manstu góðar stundir?

Sumarbúðirnar við Vestmannsvatn fagna hálfrar aldar afmæli árið 2014. Undirbúningur að afmælinu er hafinn og greina sr. Bolli Pétur Bollason og sr. Gylfi Jónsson frá því í grein á trúmálavefnum. Þar hvetja þeir vini Vestmannsvatns til að skrá minningarbrot úr sumarbúðum á vefsíðu sem þeir hafa opnað á facebook. (Myndin hér til hliðar er frá fundi sjálfboðaliða Glerárkirkju nýverið á Vestmannsvatni.) Lesa grein á trú.is - Skoða Facebook-síðu (þarfnast innskráningar).

Æðruleysi í friðar- og sáttarstarfi

Miðvikudagskvöldið 14. mars kl. 20:00 heldur sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir erindi í safnaðarsal Glerárkirkju sem nefnist: ,,Æðruleysi í friðar og sáttarstarfi." Að erindi loknu ræðir hún efni kvöldsins við sr. Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprest í Akureyrarkirkju. Dagskráin er hluti af umræðukvöldaröð prófastsdæmisins og Glerárkirkju. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis, tekið er á móti frjálsum framlögum í kaffisjóð.

Kynningarfundur biskupsefna í Glerárkirkju: Lokaorð

Átta einstaklingar bjóða sig fram í embætti biskups Íslands. Undanfarið hafa biskupsefnin komið fram á kynningarfundum víða um land. Síðasti fundurinn var haldinn í safnaðarsal Glerárkirkju, laugardaginn 10. mars 2012. Hér fyrir neðan má horfa á upptöku af lokaorðum þeirra sem þau fluttu í lok fundarins. Dregið var um í hvaða röð þau mæltu sín lokaorð: Agnes M. Sigurðardóttir, Kristján Valur Ingólfsson, Þórhallur Heimisson, Sigríður Guðmarsdóttir, Þórir Jökull Þorsteinsson, Sigurður Árni Þórðarson, Gunnar Sigurjónsson og Örn Bárður Jónsson.

Samskiptabyltingin og kirkjan

Það hefur ekki farið fram hjá þeim sem fylgjast með vef Glerárkirkju eða sækja fræðslukvöldin í Glerárkirkju að við hér erum að taka örlítil skref í átt að tæknivæðingu þess sem við miðlum. Það er ekki úr vegi að staldra við í örstutta stund og velta möguleikunum fyrir sér. Til þess er eftirfarandi erindi sr. Árna Svans Daníelssonar vel til fallið: Samskiptabyltingin og kirkjan from Árni Svanur Daníelsson on Vimeo.

Upptökur frá kynningarfundi

Síðustu daga hefur Biskupsstofa í samstarfi við prófastsdæmin staðið fyrir fundum um land allt, þar sem að biskupsefnum hefur gefist kostur á að kynna sig og sín málefni. Fundaröðinni lauk með kynningarfundi laugardaginn 10. mars 2012 í safnaðarheimili Glerárkirkju. Kjörmenn annars vegar úr Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi og hins vegar úr Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi voru boðaðir sérstaklega til fundarins. Eins og gefur að skilja höfðu ekki allir kjörmenn af jafn víðfeðmu svæði tök á því að koma til Akureyrar þennan laugardag. Því er brugðið hér á það ráð að birta upptökur frá fundinum að beiðni prófasta. Lögð var áhersla á að birta upptökurnar sem fyrst og því eru þær birtar óunnar/óklipptar. Sjá nánar á vef prófastsdæmisins.

Biskupsefnin kynna sig

Upptökur frá kynningarfundi með biskupsefnum í Háteigskirkju þann 2. mars síðastliðinn eru komnar á vefinn um biskupskjör. Annars vegar er um að ræða hljóðupptöku af fundinum í heild (um 2,5 klst á lengd) og hins vegar sjónvarpsupptökur af fundinum sem hafa verið klipptar til eftir efni spurninganna. Síðasti kynningarfundurinn verður laugardaginn 10. mars 2012 í Glerárkirkju og hafa kjörmenn verið boðaðir til þess fundar sem hefst kl. 13:00. Sjá nánar á kirkjan.is.

Byggingasaga Glerárkirkju - myndir

Töluvert er um liðið síðan hugmyndir vöknuðu um að reist skyldi kirkja í Glerárhverfi. Mörgum þótti það orðið tímabært, þar sem í Lögmannshlíðarsókn var aðeins ein kirkja, Lögmannshlíðarkirkja, sem fyrir löngu var orðin allt of lítil og auk þess komin nokkuð til ára sinna. Herra Pétur Sigurgeirsson, biskup, tók fyrstu skóflustunguna fyrir byggingu Glerárkirkju 31. maí 1984. Fyrsti hluti Glerárkirkju var tekinn í notkun 15. febrúar 1987 en kirkjan vígð á öðrum sunnudegi í aðventu 1992. Hér á vef Glerárkirkja eru nú birtar nokkrar myndir frá byggingarárum Glerárkirkju í tilefni af því að á árinu er 20 ár liðin frá vígslu kirkjunnar. Myndir: Byggingasaga 1. hluti Byggingasaga 2. hluti Byggingasaga 3. hluti

Guðrækni, að biðja og iðja - upptaka frá fræðslukvöldi

Miðvikudagskvöld eru fræðslukvöld í Glerárkirkju. Á vorönn 2012 er þemað ,,Vegur trúarinnar". Þann 7. mars 2012 hélt sr. Gunnlaugur Garðarsson, sóknarprestur í Glerárkirkju erindi sem nefndist ,,Guðrækni - að biðja og iðja" og byggði hann það m.a. á orðum Jesú í Fjallræðunni. Hér á vefnum er nú hægt að skoða upptöku af erindi hans:

Hógværð og handleiðsla - upptaka frá fræðslukvöldi

Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju og Evrópufræðingur, flutti erindi um hógværð og handleiðslu á samræðukvöldi í Glerárkirkju 29. febrúar 2012. Það var hluti af dagskránni Vegur trúarinnar. Textinn sem lagt var út frá var Matteus 5.5-6: "Sælir eru hógværir því að þeir munu landið erfa...". Spurningarnar sem glímt var við voru: Hvað er átt við með hinum hógværu í landinu? Hvert er siðgæði fjallræðunnar og spekirita Gamla testamentisins? Hvaða afleiðingar hefur það fyrir líf manns að láta Guð leiða sig? Horfa má á upptöku frá kvöldinu hér á vefnum:

Listar með nöfnum fermingarbarnanna komnir inn á síðuna

Nú eru komnir inn listar með nöfnum fermingarbarna og fermingardegi komnir inn og þið getið nálgast þá hér Ef þið rekist á villur, vinsamlega sendið póst á netfangið arna@glerarkirkja.is til leiðréttingar.