Söngmót í Vatnaskógi

Leiðtogum í barna- og unglingastarfi Glerárkirkju sem og þátttakendum sem hafa verið mjög duglegir að mæta á viðburði æskulýðsfélagsins Glerbrots býðst að taka þátt í söngmóti sem verður haldið í Vatnaskógi helgina 20. til 22. apríl næstkomandi. Mótsstjóri er sr. Sigurður Grétar Sigurðsson (Siggi Grétar). Á dagskrá verður mikill söngur, fjörug lög, róleg lög, einfaldar raddanir. En auðvitað er líka nægur frjáls tími, íþróttahúsið opið, útivera í boði og pláss fyrir spjall, hasar og rólegheit, allt eftir því hvað hver og einn kýs. Þá verða kvöldvökur, hugvekjur, gleði og gaman á sínum stað að hætti hússins.

Lágmarksþátttaka frá Glerárkirkju eru fimm einstaklingar. Skráningu lýkur 1. apríl. Skráning er hjá Pétri djákna í síma 864 8451 eða á netfangið petur@glerarkirkja.is og gefur hann nánari upplýsingar um kostnað, ferðir og annað slíkt.