Jákvæð upplifun

Í pistli á trú.is skrifar Jóhann H. Þorsteinsson, sviðsstjóri æskulýðsstarfs KFUM og KFUK um Hólavatn og segir m.a.: Til að kanna hug foreldra og barna til Hólavatns var send skoðanakönnun sem foreldrar voru hvattir til að svara í gegnum netið með reynslu barns síns í huga. Það ánægjulega við könnunina var að svörin sem bárust voru jákvæð. 84,7 % svarenda fullyrtu að barninu þeirra hefði líkað dvöl á Hólavatni mjög vel og 86,4 % töldu mjög eða frekar líklegt að þau myndu senda barnið sitt aftur á Hólavatn. Lesa pistil á trú.is - Skoða kynningarmyndband