Fréttir

16 ára í sóknarnefnd

Djáknarnir í Hallgrímskirkju og Glerárkirkju birta í dag sameiginlegan pistil á trú.is sem fjallar um þátttöku ungs fólks í kirkjunni. Þau skrifa m.a.: Í sóknarnefndum víða um land er að finna fólk sem stendur af heilum hug á bak við barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar. Fyrir það ber að þakka og hrósa. En okkar álit er að nú sé tími til að kirkjan taki skref til viðbótar. Við teljum ekki nóg að fjallað sé um unga fólkið. Okkar álit er að nú sé tími til kominn að sýna unga fólkinu að það er traustsins vert og skapa því rými, gefa þeim tækifæri til að axla ábyrgð. Lesa pistil á trú.is.

Guðrækni, að biðja og iðja

Samræðukvöld prófastsdæmisins halda áfram í Glerárkirkju. Miðvikudagskvöldið 7. mars er röðin komin að þeim hjónum, sr. Gunnlaugi Garðarssyni, sóknarpresti í Glerárkirkju og dr. Sigríði Halldórsdóttur, prófessor við Háskólann á Akureyri. Þema kvöldsins er: ,,Guðrækni, að biðja og iðja." Dagskráin hefst kl. 20:00. Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Helgihald í Glerárkirkju sunnudaginn 11. mars

Messa kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar fyrir altari, sr. Þórir Jökull Þorsteinsson prédikar. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.  Barnastarf í safnaðarheimili á sama tíma, sameiginlegt upphaf í messu. Allir velkomnir. 

Hjónaband og stofustundir

Í prédikun sinni í Akureyrarkirkju, í paramessu, sunnudagskvöldið 4. mars sagði sr. Hildur Eir Bolladóttir m.a.: Það er svo mikilvægt að skapa gæði úr því sem er mögulegt, við getum ekki lifað lífi annars fólks, og ef við streitumst við að gera það, þá er næsta víst að við höndlum aldrei hamingjuna. Lesa prédikun á trú.is.

Kjör til biskups Íslands 2012

Þessa dagana standa yfir kynningarfundir vegna kjörs biskups Íslands 2012. Upplýsingar þ.a.l. má nálgast á vef Þjóðkirkjunnar.

Stefnumál Þjóðkirkjunnar

Til upprifjunar og eflingar á safnaðarstarfinu hafa nú verið settir tenglar á vef Glerárkirkju á helstu stefnumál Þjóðkirkjunnar. Sjá nánar hér.

Helgihald í Glerárkirkju 4. mars - Æskulýðsdaginn

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Arna Ýrr og Pétur Björgvin, djákni, þjóna. Barna- og æskulýðskórarnir leiða söng undir stjórn Marínu Óskar auk þess sem nemendur úr Tónræktinni koma fram.  Barnastarf verður í safnaðarheimili á sama tíma, sameiginlegt upphaf í messu. Um kvöldið verður messa kl. 20. Sr. Arna Ýrr þjónar, Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars. Allir velkomnir.

Yfir 90% íbúa í Lögmannshlíðarsókn tilheyra Þjóðkirkjunni

Við í Glerárkirkju erum íbúum innan sóknarmarka Lögmannshlíðarsóknar afskaplega þakklát því að yfir 90% þeirra velja að vera í Þjóðkirkjunni. Hlutfall Þjóðkirkjufólks í sókninni hefur aðeins breyst lítillega hin síðustu ár. Árið 2009 voru enn 91,63% íbúa (16 ára og eldri) í Þjóðkirkjunni, þann 1. desember 2011 voru það enn 90,36%. Skoða mynd nánar.