Helgihald sunnudaginn 4. október

Sunnudaginn 4. október verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson og Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni, þjóna ásamt sunnudagaskólaleiðtogum. Barna - og æskulýðskórinn syngur undir stjórn Margrétar Árnadóttur. Í fjölskylduguðsþjónustum er brúað bilið á milli sunnudagaskóla og hefðbundinnar messu, formið er einfaldara og um leið er reynt að höfða til allra aldurshópa. Að þessu sinni verður leikrit og brúðuleikhús. Í kvöldmessunni kl. 20 þjónar sr. Jón Ómar Gunnarsson ásamt Anítu Jónsdóttur, meðhjálpara. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.