Fréttir

Barna og æskulýðsstarf kirkjunnar hefst á ný

Samhliða slökunum á samkomubanni og þeim breytingum sem verða 4. maí á reglum um tómstundastarf barna getum við hafið barna og æskulýðsstarfið okkar aftur.

Skráning á nýja fermingardaga 2020

Vegna samkomubanns og aðstæðna í samfélaginu þurfum við að bæta við fermingardögum og opna á nýja daga.

Þjóðkirkja á 21. öld. Þessu viðburði er búið að fresta um óákveðinn tíma.

Stefán Magnússon, kirkjuþings og kirkjuráðsmaður, hefur haft frumkvæði að þessu málþingi en undanfarnar vikur hafa verið boðið til samræðna um framtíðarsýn kirkjunnar á biskupsstofu. Þær má kynna sér og hlusta á hér á vefnum.

Safnaðarblað Glerárkirkju komið út

Hér má sækja safnaðarblað Glerárkirkju á Pdf-formi og lesa sér til ánægju og uppörvunar. M.a. dagskrá kirkjunnar á aðventu, jól og áramót.

Messa á sunnudagskvöldið 8. des. kl. 20

Sr. Guðmundur Guðmundsson og sr. Sindri Geir Óskarsson þjóna. Kór Glerárkirkju leiðir sögn undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Allir hjartanlega velkomnir.

Fræðslu- og umræðukvöld 27. nóv. kl. 20:00 - Andleg bjargráð

Tvö erindi verða í Glerárkirkju í nóvember undir yfirskriftinni Heilbrigði gegnum áföll og erfiðleika. Seinna erindið 27. nóvember kl. 20 flytur dr. Gísli Kort Kristófersson dósent í geðhjúkrun við Heilbrigðisvið Háskólans á Akureyri. Erindið nefnir hann: Samþætt nálgun í meðferð geðsjúkdóma og andleg bjargráð.

Jóla-aðstoð 2019

Eins og undanfarið ár verður samstarf um jólaaðstoð milli Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð. Þannig er sótt um að hringt er í síma 570 4090 milli kl. 10:00 og 12:00 alla virka daga frá 25. nóvember til 29. nóvember. Bókað er viðtal þar sem fyllt er út umsókn og koma þarf með staðgreiðsluyfirlit frá skattinum. Um er að ræða kort sem nota má í verslunum til matarkaupa fyrir þá sem eiga lítið handa á milli.

Fræðslukvöld 13. og 27. nóvember - Heilbrigði gegnum áföll og erfiðleika

Tvö erindi verða í Glerárkirkju í nóvember undir yfirskriftinni Heilbrigði gegnum áföll og erfiðleika. Miðvikudaginn 13. nóvember kl. 20 verður dr. Helgi Garðarsson geðlæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri með erindi sem hann nefnir: Kenningar Jung um duldir varpa ljósi á áhrif áfalla. Seinna erindið 27. nóvember kl. 20 flytur dr. Gísli Kort Kristófersson dósent í geðhjúkrun við Heilbrigðisvið Háskólans á Akureyri. Erindið nefnir hann: Samþætt nálgun í meðferð geðsjúkdóma og andleg bjargráð.

Sunnudagur 18 nóvember.

Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Sameiginlegt upphaf í messu. Kór Glerárkirkju leiði söng undir stjórn Valamars Väljaots organista. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og Sunna Kristrún djákni, þjóna. Allir velkomnir.

Miðvikudagur 14. nóvember kl. 20:00.

Hvað er náttúruleg safnaðaruppbygging? Umræðukvöld í Glerárkirkju miðvikudaginn 14. nóv. kl. 20 á vegum Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis Fyrirlesari: Vigfús Ingvar Ingvarsson, fyrrum sóknarprestur á Egilsstöðum. Í fyrirlestrinum gerir hann grein fyrir safnaðaruppbyggingu, sem fór að láta til sína taka hérlendis fyrst árið 2002. Út hefur komið bókin, Náttúruleg safnaðaruppbygging: Átta grunnþættir kröftugrar kirkju, eftir Christian A. Schwarz, aðalmanninn að baki þessari uppbyggingarstarfsemi. Þetta starf teygir sig vítt og breitt um heiminn. Lykilatriði eru svokallaðar safnaðarkannanir og svo ferli í höndum heimafólks með stuðningi leiðbeinenda.