Barna - og Unglingakórinn verður á sínum stað á miðvikudögum með óbreyttu sniði en GlerUngar og TTT munu færast á fimmtudaga með breyttri tímasetningu.
Nú verða GlerUngar (1.-4. bekkur) kl. 15:00 - 16:30 og TTT (5. - 7. bekkur) kl. 17:00 - 18:30. Verða þessi barnastörf á neðri hæð Glerárkirkju, gengið inn að norðasutanverðu.
Ud - Glerá (8.-10. bekkur) verður á sínum vanalega tíma 19:30 - 21:30 staðsett í Draupnisgötu húsi KFUM og KFUK.