Kvöldkirkja kl.20:00 miðvikudaginn 24. september

Á miðvikudaginn kemur verður fyrsta kvöldkirkja haustsins.
Síðasta miðvikudag í mánuði verður einföld og falleg stund í kirkjunni kl.20:00 með gospelkórnum okkar.
Í kvöldkirkjunni fáum við alltaf einhvern úr samfélaginu til að tala til okkar um þema stundarinnar og í þessari fyrstu samveru ætla þeir Jón M. Ragnarsson og Sindri Geir prestur að eiga samtal sem tengist Gulum september og ræða andlega heilsu.
Fyrir samveruna er kvöldverður í safnaðarheimilinu svo mætið endilega tímanlega.