Starf æskulýðskórs Glerárkirkju fer vel af stað

Æskulýðskór Glerárkirkju hefur nú hafið æfingar aftur og verða æfingar kórsins á fimmtudögum kl. 17:00 í safnaðarheimilinu. Stjórnandi er Marína Ósk Þórólfsdóttir tónlistarkennari. Kórinn er ætlaður börnum í 6. bekk og eldri. Hann kemur fram í fjölskylduguðsþjónustum í Glerárkirkju einu sinni í mánuði, auk ýmissa annarra tækifæra.