Páskasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar

Nú fer í hönd páskasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar. Að þessu sinni söfnum við fyrir fjölbreyttri aðstoð á Íslandi. Hjálparstarfið veitir faglega ráðgjöf og hjálp til sjálfshjálpar. Valgreiðslur að upphæð 2.400 krónur verða næstu daga sendar í heimabanka landsmanna, einnig er hægt að gefa framlag á framlag.is, í söfnunarsíma 907 2002 eða leggja inn á söfnunarreikning: 0334-26-886 kt. 450670-0499.

Í fyrra hófst sú nýjung að gefa inneignarkort í matvöruverslunum í stað þess að úthluta mat í poka og hefur það reynst mjög vel. Skjólstæðingar eru ánægðir og finnst þeim sýnd meiri virðing, auk þess sem valfrelsi þeirra er virt. En aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar einskorðast ekki við mataraðstoð, heldur er einnig veitt fjármálaráðgjöf, stuðningur vegna lyfjakostnaðar, skólagöngu og frístunda barna og ungmenna, einstaklings- og fjölskylduráðgjöf, fataúthlutun og ýmis námskeið til sjálfstyrkingar og til að auka hæfni í heimilishaldi.

Fólk um allt land getur sótt um aðstoð í gegnum presta og djákna.