Fylgjum kindagötunni ... fyrst hún er þarna

1. október hefjast í Glerárkirkju umræðukvöld sem haldin eru í samstarfi við Eyjafjarðarprófastsdæmi. Yfirskrift umræðukvöldanna er ,,Fylgjum kindagötunni ... fyrst hún er þarna." Tilefni umræðukvöldanna er að árið 2002 samþykkti Kirkjuráð að unnið yrði að stefnumótun fyrir Þjóðkirkjunna. Sú vinna fór fram með víðtækri þátttöku fólks víða úr samfélaginu og til varð skjal sem ber heitið ,,Stefna og starfsáherslur Þjóðkirkjunnar 2004-2010.

Eins og verða vill eru deildar meiningar um skjalið og þá sérstaklega hvort og hvernig hafi tekist til á tímabilinu: Skilaði þessi vinna sér út í söfnuðina? Ef já, þá hvernig? Hvað getum við lært af ferlinu, hvað viljum við bæta? Í gegnum árin hafa líka orðið til nokkrar stefnur og samþykktir sem kirkjunnar fólki er ætlað að vinna eftir. En hver er staðan í raun? Eru plöggin markviss? Eru þau lesin? Hvern skipta þau máli? Getur verið að við fylgjum bara kindagötunni fyrst hún er þarna eða þorum við að horfa til nýrra átta?

Sjá nánar í frétt á vef Eyjafjarðarprófastsdæmis.
Þar má einnig nálgast bækling á pdf-formi.