Foreldramorgnar alla fimmyudaga kl. 10:00

Foreldramorgnar eru alla fimmtudagsmorgna í safnaðarsal Glerárkirkju frá 10:00 til 12:00. Boðið er upp á léttan morgunverð á vægu verði. Foreldramorgunn er tilvalinn staður fyrir foreldra sem eru heima fyrir hádegi með ung börn. Þar gefst tækifæri til að kynnast öðrum foreldrum og hjálpa barninu að taka sín fyrstu skref í leik við jafnaldra sína. Öðru hvoru er boðið upp á fræðslu. Í mars 2011 höldum við upp á 20 ára afmæli foreldramorgna í Glerárkirkju sem hafa gengt nokkrum nöfnum í gegnum tíðina. Oftast er talað um mömmumorgna (enda flest sem mæta mömmur) en til að gæta jafnræðis þá veljum við nú að tala um foreldramorgna (því okkur langar að sjá pabbana). Til gaman má geta að á tímabili hétu þeir kynslóðamorgnar því að nokkrar ömmur voru duglegar að mæta með barnabörnin (þær eru velkomnar sem fyrr, afar líka)!