Safnaðarblaðið komið út

Safnaðarblaði Glerárkirkju er dreift í öll hús á Akureyri norðan Glerár í dag. Þau sem einhverra hluta vegna fá ekki blaðið til sín eru beðin um að láta vita í Glerárkirkju í síma 464 8800. Þeim sem búa sunnan Glerár er bent á að nálgast má eintök af blaðinu í Glerárkirkju og fljótlega hér á vefnum.