12 spora fundir

12 spora fundir í Glerárkirkju verða á miðvikudögum kl. 20:00 í vetur. Fyrsti fundur verður miðvikudagskvöldið 15. september. Fyrstu þrjú miðvikudagskvöldin eru svokölluð opin kvöld þar sem öllum gefst kostur á að kynna sér starfið. Frá og með fjórða kvöldi geta engir nýir bæst í hópinn. Nánar má fræðast um Tólf spora starfið á vefsíðunni Vinir í bata  eða með því að hringja í umsjónarfólk starfsins í Glerárkirkju, þær Heiðrúnu (862-4703), Önnu (699-7627) eða Ingu (461-1142) á milli kl. 18:00 og 20:00. Tólf spora er mannrækt sem er öllum opin og hentar þeim sem í einlægni vilja dýpka sínar tilfinningar og öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu.