Fréttir

Vorhátíð Glerárkirkju

Vorhátíð barnastarfs Glerárkirkju verður haldin sunnudaginn 10. maí næstkomandi og hefst hún með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11:00 þar sem Barnakór Glerárkirkju og Æskulýðskór Glerárkirkju koma fram undir stjórn Ástu Magnúsdóttur tónmenntakennara. Sérstakur gestur dagsins er Magni Ásgeirsson, undirleik annast Valmar Väljaots en sr. Arnaldur og Pétur djákni þjóna við athöfnina. Eftir stundina í kirkjunni tekur við fjölbreytt dagskrá, börnunum er boðið að fara stuttan hring í hestakerru, hoppukastalarnir eru á sínum stað, boðið verður upp á kassaklifur, félagar úr Æskulýðsfélaginu Glerbrot sýna brúðuleikrit, grillaðar pylsur og meðlæti á staðnum og svona mætti lengi telja. Fjölmennum og eigum saman góða stund í kirkjunni og við kirkjuna. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Faðir metrópólitan Kallistos Ware

Helgina 15. til 17. maí næstkomandi verða sérstakir fræðslu og kyrrðardagar í Skálholti með föður Kallistos frá Oxford. Kallistos mun fjalla um kyrrð og kristna íhugun og miðla af reynslu sinni. Nánari upplýsingar á vef Skálholts.

Helgihald Rétttrúnaðarkirkjunnar 1. maí í Glerárkirkju

Festive Easter Orthodox Church in Akureyri On Friday, May 1st at 10:00 am there will be a divine Liturgy at Glerarkirkja, Bugdusida 3, 603 Akureyri. Orthodox priest: Timur Zolotuskiy.

Helgihald á sumardaginn fyrsta

Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl verður skátaguðsþjónusta í Glerárkirkju kl. 11:00. Þar sjá skátar um söng undir stjórn Snorra Guðvarðarsonar. Prestur verður sr. Gunnlaugur Garðarsson. Kl. 13:30 er svo fermingarmessa í kirkjunni þar sem sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Arnaldur Bárðarson þjóna. Félagar úr Kór Glerárkirkju leiða söng. Organisti er Hjörtur Steinbergsson.

Foreldramorgnar í Glerárkirkju

Lokaspretturinn er nú hafinn á foreldramorgnum í Glerárkirkju. Næstkomandi fimmtudag, 23. apríl er enginn foreldramorgunn en allir velkomnir í skátamessu klukkan ellefu, en að vanda standa skátar fyrir slíkri messu á sumardaginn fyrsta. Foreldramorgnar verða svo í safnaðarsalnum 30. apríl, 7. maí og 14. maí en þann dag er von á heimsókn frá Ungbarnaverndinni með fræðslu, nánar auglýst síðar. Sú samvera er um leið lokasamveran þetta vorið. Hefð er fyrir því að foreldrarnir komi saman í lok vorannar og grilli saman pylsur og verður það auglýst á næstu samverum hvaða háttur verður þar á, hvort grillað verður á lokasamverunni eða hisst annars staðar til þess.

Gloria eftir Vivaldi

Á skírdag, fimmtudaginn 9. apríl kl. 16:00 verða tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Glerárkirkju. Á þessum tónleikum fær hljómsveitin til liðs við sig Kór Glerárkirkju og félaga úr Kammerkór Norðurlands við flutning á Gloríu eftir Antonio Vivaldi. Einsöngvara á tónleikunum verða Helena G. Bjarnadóttir, Eydís S. Úlfarsdóttir og Sigrún Arngrímsdóttir. Á tónleikunum verður einnig flutt Canon fyrir strengi eftir Johann Pachelbel og Svíta nr. 3. í D-dúr eftir J.S. Bach. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Forsala miða er á miði.is (1.500 kr.). Miðaverð við innganginn er 2.000. krónur. Aðgangur ókeypis fyrir 20 ára og yngri.

Helgihald á Pálmasunnudegi í Glerárkirkju

Sunnudagurinn 5. apríl er Pálmasunnudagur. Þann dag minnist kristin kirkja innreiðar Drottins í Jerúsalem. Þann dag eru tvær messur í Glerárkirkju og er fólk hvatt til að fjölmenna í kirkjuna á þessum hátíðisdegi. Klukkan ellefu er barnastarf og messa. Sameiginlegt upphaf er í kirkju áður en börnin ganga yfir í safnaðarsalinn. Prestur er sr. Gunnlaugur Garðarsson. Félagar úr Kór Glerárkirkju leiða almennan messusöng. Organisti er Hjörtur Steinbergsson. Að messu lokinni er foreldrum væntanlegra fermingarbarna boðið í spjall. Kvöldguðsþjónusta með léttri tónlist verður svo í kirkjunni kl. 20:30. Þar mun sr. Gunnlaugur Garðarsson þjóna og Krossbandið sjá um tónlistina. Að guðsþjónustu lokinni er foreldrum væntanlegra fermingarbarna boðið í spjall.

Við [og] krossinn

Nú stendur yfir í Glerárkirkju sýningin ,,Við [og] krossinn" en þar hefur verið stillt upp [hug]mynd af frásögn Biblíunnar um síðustu daga Jesú Krists. Það eru starfsnemar frá Þýskalandi, Maria Rehm og Anja Lindner, sem sáu um uppstillinguna undir stjórn Péturs Björgvins djákna, en biblíubrúðurnar fékk kirkjan að láni hjá Reginu B. Þorsteinsson, hjúkrunarfræðingi og viðurkenndum leiðbeinenda í Biblíubrúðugerð. Sýningin mun standa fram yfir páska. Fleiri myndir má sjá á Flickr-vef Péturs Björgvins.

Edda Björgvinsdóttir: Jákvæðni, húmor og hlýlegt viðmót

Á samveru eldri borgara í Glerárkirkju fimmtudaginn 26. mars kl. 15:00 mun Edda Björgvinsdóttir leikkona fjalla um jákvæðni, húmor og hlýlegt viðmót. Allir eru velkomnir á samveru eldri borgara í Glerárkirkju en hún hefst að vanda með helgistund. Helgistundin verður að þessu sinni í umsjón sr. Gunnlaugs Garðarssonar sóknarprests. Kaffiveitingar á vægu verði.

Þemadagar fermingarbarna

Þemadögum fermingarbarna í Glerárkirkju sem hafa staðið yfir í vikunni lýkur í dag en þar hefur fermingarbörnum gefist tækifæri til að kynnast díakoníunni og kirkjunni á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt með þátttöku í dagskrá sem hefur yfirskriftina ,,Yes, we can”. Lesa áfram á vef Eyjafjarðarprófastsdæmis.