Gloria eftir Vivaldi

Á skírdag, fimmtudaginn 9. apríl kl. 16:00 verða tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Glerárkirkju. Á þessum tónleikum fær hljómsveitin til liðs við sig Kór Glerárkirkju og félaga úr Kammerkór Norðurlands við flutning á Gloríu eftir Antonio Vivaldi. Einsöngvara á tónleikunum verða Helena G. Bjarnadóttir, Eydís S. Úlfarsdóttir og Sigrún Arngrímsdóttir. Á tónleikunum verður einnig flutt Canon fyrir strengi eftir Johann Pachelbel og Svíta nr. 3. í D-dúr eftir J.S. Bach. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Forsala miða er á miði.is (1.500 kr.). Miðaverð við innganginn er 2.000. krónur. Aðgangur ókeypis fyrir 20 ára og yngri.