Foreldramorgnar í Glerárkirkju

Lokaspretturinn er nú hafinn á foreldramorgnum í Glerárkirkju. Næstkomandi fimmtudag, 23. apríl er enginn foreldramorgunn en allir velkomnir í skátamessu klukkan ellefu, en að vanda standa skátar fyrir slíkri messu á sumardaginn fyrsta. Foreldramorgnar verða svo í safnaðarsalnum 30. apríl, 7. maí og 14. maí en þann dag er von á heimsókn frá Ungbarnaverndinni með fræðslu, nánar auglýst síðar. Sú samvera er um leið lokasamveran þetta vorið. Hefð er fyrir því að foreldrarnir komi saman í lok vorannar og grilli saman pylsur og verður það auglýst á næstu samverum hvaða háttur verður þar á, hvort grillað verður á lokasamverunni eða hisst annars staðar til þess.