Edda Björgvinsdóttir: Jákvæðni, húmor og hlýlegt viðmót

Á samveru eldri borgara í Glerárkirkju fimmtudaginn 26. mars kl. 15:00 mun Edda Björgvinsdóttir leikkona fjalla um jákvæðni, húmor og hlýlegt viðmót. Allir eru velkomnir á samveru eldri borgara í Glerárkirkju en hún hefst að vanda með helgistund. Helgistundin verður að þessu sinni í umsjón sr. Gunnlaugs Garðarssonar sóknarprests. Kaffiveitingar á vægu verði.