Vorhátíð Glerárkirkju

Vorhátíð barnastarfs Glerárkirkju verður haldin sunnudaginn 10. maí næstkomandi og hefst hún með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11:00 þar sem Barnakór Glerárkirkju og Æskulýðskór Glerárkirkju koma fram undir stjórn Ástu Magnúsdóttur tónmenntakennara. Sérstakur gestur dagsins er Magni Ásgeirsson, undirleik annast Valmar Väljaots en sr. Arnaldur og Pétur djákni þjóna við athöfnina. Eftir stundina í kirkjunni tekur við fjölbreytt dagskrá, börnunum er boðið að fara stuttan hring í hestakerru, hoppukastalarnir eru á sínum stað, boðið verður upp á kassaklifur, félagar úr Æskulýðsfélaginu Glerbrot sýna brúðuleikrit, grillaðar pylsur og meðlæti á staðnum og svona mætti lengi telja. Fjölmennum og eigum saman góða stund í kirkjunni og við kirkjuna. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.