Helgihald á sumardaginn fyrsta

Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl verður skátaguðsþjónusta í Glerárkirkju kl. 11:00. Þar sjá skátar um söng undir stjórn Snorra Guðvarðarsonar. Prestur verður sr. Gunnlaugur Garðarsson. Kl. 13:30 er svo fermingarmessa í kirkjunni þar sem sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Arnaldur Bárðarson þjóna. Félagar úr Kór Glerárkirkju leiða söng. Organisti er Hjörtur Steinbergsson.