05.02.2014
Sr. Gunnlaugur Garðarsson, sóknarprestur í Glerkirkju, flutti fyrsta erindið í fyrirlestrarröðinni Kristin íhugun og bæn sl. miðvikudagskvöld. Hann fjallaði á mjög áhugaverðan hátt um bæn hjartans - Jesúbænina. Nú má hlusta á erndið á YouTube ef menn smella á Lesa áfram. Næsta miðvikudag 12. febrúar mun sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson flytja erindi er hann nefnir: Íhugun og andleg fylgd samkvæmt hefð Ingatius Loyola en Nonni (Jón Sveinsson) var af reglu hans.
09.02.2014
Hér er hægt að hlusta og horfa á prédikun sr. Örnu Ýrrar í kvöldguðsþjónustu 2. febrúar sl.
05.02.2014
Messa verður í Glerárkirkju sunnudaginn 9. febrúar kl.11.00 Prestur sr. Gunnlaugur Garðarsson. Organisti Valmar Väljaots. Kór Glerárkirkju leiðir söng. Sameiginlegt upphaf í barnastarfi. Allir hjartanlega velkomnir.
03.02.2014
Breyting verður á dagskrá fræðslukvöldsins 5. febrúar af óviðráðanlegum orsökum. Sr. Gunnlaugur Garðarsson kynnir Bæn hjartans – Jesúbænina sem er íhugunar og bænahefð Rétttrúnaðarkirkjunnar. Boðið er upp á kaffi og umræður. Íhugun verður í lokin. Allir velkomnir.
30.01.2014
Kvöldmessa verður í Glerárkirkju sunndaginn 2 febrúar kl. 20:00 Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng. Allir velkomnir.
28.01.2014
Fjölskylduguðþjónusta verður í Glerárkirkju sunnudaginn 2. febrúar kl. 11. Sunnudagaskólinn tekur þátt. Barna-og æskulýðskór kirkjunnar leiðir almennan söng. Marimbasveit Giljaskóla kemur í heimsókn. Allir hjartanlega velkomnir. Foreldrar, afar og ömmur eru hvött til að fjölmenna með börnunum.
28.01.2014
Á miðvikudagskvöldum í febrúar kl. 20-22 verða fræðslu- og umræðukvöld í Glerárkirkju um andlega iðkun kirkjunnar. Og verður stígið skrefi lengra á þeim þar sem verður lögð áhersla á iðkun og æfingu íhugunar og bæna. Kynntar verða mismunandi leiðir sem aldalöng reynsla er fyrir í kirkjunni. Fyrirlesararnir hafa hver um sig lagt stund á þessar íhugunar- og bænaleiðir og menntað sig í þeim. Boðið verður upp á fyrirspurnir og umræður. En hvert kvöld endar með íhugun í kirkjunni þar sem fólk fær að reyna það sem um er rætt.
26.01.2014
Því miður gleymdist að setja inn upplýsingar um sunnudagaskólann í Dagskrána eins og venjan er. Við biðjumst afsökunar á þessum mistökum. Það mættu samt nokkur börn sem voru hress og kát og hlustuðu á sögu um Bartímeus blinda og auðvitað Rebba og Mýslu. Sunnudagsskóli verður alla sunnudaga nema þegar fjölskylduguðsþjónusta er. Næsta sunnudag 2. febrúar er fjölskylduguðsþjónusta. Sjáumst þá!
23.01.2014
Á föstudagskvöld kl. 20 verður sameiginleg samkoma með þátttöku trúfélaga á Akureyri í Glerárkirkju. Ræðumaður: Sr. Hjalti Þorkelsson, prestur Kaþólsku kirkjunnar á Akureyri. Fjölbreyttur söngur og kaffi og meðlæti á eftir.