Samvera eldri borgara fimmtudaginn 24. nóv. kl. 15

Á samveru fyrir eldri borgara á fimmtudaginn 24. nóvember kl. 15:00 koma góðir gestir. Kór elrid borgara á Akureyri Í fínu formi mun syngja nokkur lög úr ýmsum áttu. Petra Björk Pálsdóttir er stjórnandi kórsins og Valmar Väljaots leikur með á píanó. Sr. Guðmundur Guðmundsson mun vera með hugvekju í upphafi. Eftir söngdágskrána og fjöldasöng verður boðið upp á kaffi á vægu verði. Allir eru hjartanlega velkomnir. Sætaferðir verða frá Lögmannshlíð og Lindarsíðu.