Sunnudagurinn 3. maí

Helgihald sunnudagsins 3. maí verður sem hér segir:

Vorhátíð kirkjunnar og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni, og sr. Jón Ómar Gunnarsson þjóna. Barna – og æskulýðskór Glerárkirkju syngur undir stjórn Margrétar Árnadóttur og Rósu Tómasdóttur. Töframaðurinn Guðmundur sýnir listir sínar, trúðarnir Viktor og Dóri koma fram, hoppukastalafjör, skemmtilegir leikir og grillaðar pylsur verða í boði. Foreldrar og börn eru hjartanlega velkomin.*

*Kvöldmessa kl. 20:30.  Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, predikar. Prestar og djákni safnaðarins þjóna við messuna. Kaffi og gott samfélag eftir messuna. Allir velkomnir.*