Fyrstu fermingarbörn ársins fermd!

Um liðna helgi fermdu sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Jón Ómar Gunnarsson fyrstu fermingarbörn Glerárkirkju þetta vor. Þann 11. apríl fermdust 20 ungmenni og þann 12. apríl fermdust 9 ungmenni. Þau eru glæsilegir fulltrúar jafnaldra sinna og hafa staðið sig virkilega vel í vetur. Þau hafa sótt fermingarfræðslu í viku hverri, sótt að minnsta kosti 10 messur og tekið þátt í æskulýðsfélaginu UD - Glerá. Við óskum þeim Guðs blessunar og velfarnaðar í lífinu. 

Með því að smella hér má lesa fermingarræðuna sem sr. Jón Ómar flutti í fermingarmessunni.