Skátaguðsþjónusta sumardaginn fyrsta

Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl verður skátaguðsþjónusta í Glerárkirkju kl. 11:00. Skátar úr Skátafélaginu Klakkur leiða almennan söng. Prestur verður sr. Jón Ómar Gunnarsson. Margrét Pála Ólafsdóttir, fyrrum skáti á Akureyri, flytur hugleiðingu. Skrúðgangan fer frá Giljaskóla kl. 10:30.