Vorferð æskulýðsfélagsins á Hólavatn

Dagana 30. apríl - 1. maí næstkomandi verður vorferð UD Glerá, æskulýðsfélags kirkjunnar og KFUM og KFUK. Farið verður í sumarbúðir KFUM og KFUK á Hólavatni. Boðið verður upp á spennandi og skemmtilega dagskrá undir stjórn leiðtoganna Jóhanns, Sunnu, Jóns Ómars og Lárusar. Frekari upplýsingar veita sr. Jón Ómar (864-8456) og Sunna djákni (864-8451).