Fréttir

Barnasamvera verður í Glerárkirkju sunnudaginn 16. febrúar

Barnasamvera verður í Glerárkirkju sunnudaginn 16. febrúar kl.11. Foreldarar afar og ömmur eru kvött til að mæta með börnunum

Sr. Vigfús Ingvarsson fjalla um íhugun og andlega fylgd

Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson, fyrrum sóknarprestur á Egilsstöðum er með næsta erindi á fyrirlestraröðinni Kristin íhugun og bæn. Fyrirlesturinn verður miðvikudaginn 12. mars í Glerárkirkju kl. 20-22. Hann nefnir erindi sitt: Íhugun og andleg fylgd samkvæmt hefð Ignatiusar Loyola en Nonni (Jón Sveinsson) var af reglu hans.

Erindi sr. Gunnlaugs um bæn hjartans: Jesúbænina

Sr. Gunnlaugur Garðarsson, sóknarprestur í Glerkirkju, flutti fyrsta erindið í fyrirlestrarröðinni Kristin íhugun og bæn sl. miðvikudagskvöld. Hann fjallaði á mjög áhugaverðan hátt um bæn hjartans - Jesúbænina. Nú má hlusta á erndið á YouTube ef menn smella á Lesa áfram. Næsta miðvikudag 12. febrúar mun sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson flytja erindi er hann nefnir: Íhugun og andleg fylgd samkvæmt hefð Ingatius Loyola en Nonni (Jón Sveinsson) var af reglu hans.

Enginn titill

Prédikun sr. Örnu Ýrrar sunnudaginn 2. febrúar sl

Hér er hægt að hlusta og horfa á prédikun sr. Örnu Ýrrar í kvöldguðsþjónustu 2. febrúar sl.

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 9. febrúar kl. 11

Messa verður í Glerárkirkju sunnudaginn 9. febrúar kl.11.00 Prestur sr. Gunnlaugur Garðarsson. Organisti Valmar Väljaots. Kór Glerárkirkju leiðir söng. Sameiginlegt upphaf í barnastarfi. Allir hjartanlega velkomnir.

Bæn hjartans – Jesúbænin 5.febrúar

Breyting verður á dagskrá fræðslukvöldsins 5. febrúar af óviðráðanlegum orsökum. Sr. Gunnlaugur Garðarsson kynnir Bæn hjartans – Jesúbænina sem er íhugunar og bænahefð Rétttrúnaðarkirkjunnar. Boðið er upp á kaffi og umræður. Íhugun verður í lokin. Allir velkomnir.