Fréttir

Faglegt æskulýðsstarf

Sunna Dóra Möller og Sigurvin Jónsson benda í pistli á trú.is á að það er að mörgu að hyggja þegar standa á að góðu og faglegu æskulýðsstarfi. Þau segja m.a.: "Það er sannfæring okkar að öflugt og vandað æskulýðsstarf sé eina leiðin til að tryggja framtíð íslensku Þjóðkirkjunnar. Nú þegar litið er fram á veginn í kirkjunni eigum við að sameinast um þá hugsjón að leggja æskulýðsvettvanginum lið og gera uppbyggingu ungmenna að forgangsverkefni kirkjunnar."

Helgihald, sunnudaginn 15. júlí

Sunnudaginn, 15. júlí verður helgistund kl. 20:00 í Glerárkirkju. Fyrr um daginn, þ.e. kl. 16:00, verður fermingarmessa í Lögmannshlíðarkirkju. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar og Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots.

Spörum tölvurnar, leikum úti

Okkur hér í Glerárkirkju er það hjartans mál að fólki líði vel. Eins og við öll þekkjum þá liggur oft nokkur vinna að baki vellíðan. Við þurfum að hugsa vel um okkar og taka hollar ákvarðanir um hvað við gerum. Pistill Arnars Márs Arngrímssonar í Akureyri - Vikublað er gott innleggi í þá umræðu. Við hvetjum foreldra og fólk almennt til að lesa pistil hans.

Kvöldmessa í Glerárkirkju

Í kvöld, sunnudagskvöldið 8. júlí er kvöldmessa í Glerárkirkju kl. 20:00. Kór Glerárkirkju syngur, Valmar Väljaots leikur á orgelið og sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Allir hjartanlega velkomnir.

Framtíðin sem við viljum

„Framtíðin sem við viljum“ er 53 blaðsíðna skýrsla sem samþykkt var á ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna sem kallaðist Ríó+20 en ráðstefnunni lauk á dögunum. Í framtíðarskýrslunni er fjallað um grænt hagkerfi og sjálfbærnimarkmið sett sem eiga að koma í stað hinna svokölluðu þúsaldarmarkmiða frá og með árinu 2015. Lúterska heimssambandið hefur þegar sent frá sér harðorð viðbrögð við skýrslunni.

Ein grein á ári

Einstaka sóknir eru okkur hinum til fyrirmyndar í því hvernig þær nota fjölmiðla í sinni fyllstu breidd. Á þessum vettvangi eru mikil tækifæri fyrir kirkju í sókn. Með nýjan biskup við stýrið hljótum við að horfa til þess að segja frá öllu því góða starfi sem fram fer í kirkjunni.

Nýr biskup hefur störf

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hóf formlega störf í morgun á Biskupsstofu. Dagurinn hófst á helgistund með starfsfólki og morgunkaffi áður en gengið var til starfa.

Orð kvöldsins á RÚV 1

Orð kvöldsins er á sínum stað í sumar á Rás 1, öll kvöld (utan laugardagskvöld) kl. 22:10. Flytjandi í júlímánuði er Pétur Björgvin, djákni í Glerárkirkju.