Nýr biskup hefur störf

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hóf formlega störf í morgun á Biskupsstofu. Dagurinn hófst á helgistund með starfsfólki og morgunkaffi áður en gengið var til starfa. Agnes biskup las orð Jesaja spámanns úr 12. kafla, sem hafði talað til hennar þennan morgun:

Sjá, Guð er hjálp mín,
ég er öruggur og óttast ekki.
Því að Drottinn er vörn mín og lofsöngur,
hann kom mér til hjálpar.
Þér munuð með fögnuði vatni ausa
úr lindum hjálpræðisins.