16 ára í sóknarnefnd

Djáknarnir í Hallgrímskirkju og Glerárkirkju birta í dag sameiginlegan pistil á trú.is sem fjallar um þátttöku ungs fólks í kirkjunni. Þau skrifa m.a.: Í sóknarnefndum víða um land er að finna fólk sem stendur af heilum hug á bak við barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar. Fyrir það ber að þakka og hrósa. En okkar álit er að nú sé tími til að kirkjan taki skref til viðbótar. Við teljum ekki nóg að fjallað sé um unga fólkið. Okkar álit er að nú sé tími til kominn að sýna unga fólkinu að það er traustsins vert og skapa því rými, gefa þeim tækifæri til að axla ábyrgð. Lesa pistil á trú.is.