Guðrækni, að biðja og iðja

Samræðukvöld prófastsdæmisins halda áfram í Glerárkirkju. Miðvikudagskvöldið 7. mars er röðin komin að þeim hjónum, sr. Gunnlaugi Garðarssyni, sóknarpresti í Glerárkirkju og dr. Sigríði Halldórsdóttur, prófessor við Háskólann á Akureyri. Þema kvöldsins er: ,,Guðrækni, að biðja og iðja." Dagskráin hefst kl. 20:00. Allir velkomnir - heitt á könnunni. Spurningar kvöldsins eru:
  • Hvernig lífi er lýst í Fjallræðunni?
  • Hvað kennir Jesús um guðrækni gyðinganna sem byggði á ölmusu, bænaiðkun og föstum?
  • Hvernig kennir hann lærisveinum sínum að biðja og starfa?

Umræðukvöldin standa yfir á samtals átta kvöldum í febrúar og mars. Upptökur frá fyrri kvöldum má nálgast hér á vef Glerárkirkju. Þá er hægt að fræðast nánar um kvöldin á vef prófastsdæmisins.