Byggingasaga Glerárkirkju - myndir

Töluvert er um liðið síðan hugmyndir vöknuðu um að reist skyldi kirkja í Glerárhverfi. Mörgum þótti það orðið tímabært, þar sem í Lögmannshlíðarsókn var aðeins ein kirkja, Lögmannshlíðarkirkja, sem fyrir löngu var orðin allt of lítil og auk þess komin nokkuð til ára sinna. Herra Pétur Sigurgeirsson, biskup, tók fyrstu skóflustunguna fyrir byggingu Glerárkirkju 31. maí 1984. Fyrsti hluti Glerárkirkju var tekinn í notkun 15. febrúar 1987 en kirkjan vígð á öðrum sunnudegi í aðventu 1992. Hér á vef Glerárkirkja eru nú birtar nokkrar myndir frá byggingarárum Glerárkirkju í tilefni af því að á árinu er 20 ár liðin frá vígslu kirkjunnar. Myndir: Byggingasaga 1. hluti Byggingasaga 2. hluti Byggingasaga 3. hluti