Hógværð og handleiðsla - upptaka frá fræðslukvöldi

Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju og Evrópufræðingur, flutti erindi um hógværð og handleiðslu á samræðukvöldi í Glerárkirkju 29. febrúar 2012. Það var hluti af dagskránni Vegur trúarinnar. Textinn sem lagt var út frá var Matteus 5.5-6: "Sælir eru hógværir því að þeir munu landið erfa...". Spurningarnar sem glímt var við voru: Hvað er átt við með hinum hógværu í landinu? Hvert er siðgæði fjallræðunnar og spekirita Gamla testamentisins? Hvaða afleiðingar hefur það fyrir líf manns að láta Guð leiða sig? Horfa má á upptöku frá kvöldinu hér á vefnum: