Vestmannsvatn - manstu góðar stundir?

Fundur sjálfboðaliða Glerárkirkju á Vestmannsvatni
Fundur sjálfboðaliða Glerárkirkju á Vestmannsvatni
Sumarbúðirnar við Vestmannsvatn fagna hálfrar aldar afmæli árið 2014. Undirbúningur að afmælinu er hafinn og greina sr. Bolli Pétur Bollason og sr. Gylfi Jónsson frá því í grein á trúmálavefnum. Þar hvetja þeir vini Vestmannsvatns til að skrá minningarbrot úr sumarbúðum á vefsíðu sem þeir hafa opnað á facebook. (Myndin hér til hliðar er frá fundi sjálfboðaliða Glerárkirkju nýverið á Vestmannsvatni.) Lesa grein á trú.is - Skoða Facebook-síðu (þarfnast innskráningar).