Aðventukvöld í Glerárkirkju

Á fyrsta sunnudegi í aðventu, 2. desember 2012, er aðventukvöld í Glerárkirkju kl. 20:00. Þar koma fram Kór Glerárkirkju, Barnakór Glerárkirkju og Æskulýðskór Glerárkirkju ásamt stjórnendum sínum. Ræðumaður kvöldsins er dr. Ragnheiður Harpa Arnardóttir, dósent við Háskólann á Akureyri. Fermingarbörn sjá um ljósaathöfn. Umsjón með kvöldinu hafa prestar kirkjunnar, þau sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir.