Lifandi umræða um þjóðgildin

Frá þjóðgildakvöldi 21. mars 2011
Frá þjóðgildakvöldi 21. mars 2011
Mánudagskvöldin eru þjóðgildakvöld í Glerárkirkju. Framundan eru spennandi hringborðsumræður um þjóðgildin, mánudagskvöldið 28. mars næstkomandi og hefst dagskráin kl. 20:00. Vakin er athygli á því að samantektir frá kvöldunum má finna á vef prófastsdæmisins. Það eru allir hjartanlega velkomnir á þessi umræðukvöld. Aðgangur er ókeypis og boðið upp á léttar kaffiveitingar í hléi.