Samfélagið skiptir máli - Þjóðgildaumræðan er mikilvæg

Næstkomandi mánudagskvöld, 21. mars kl. 20:00 er hófsemdin og samfélagið til umræðu á þjóðgildakvöldi. Sr. Dalla Þórðardóttir prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi hefur kvöldið með helgistund og innleggi út frá kristinni siðfræði um þema kvöldsins. Að helgistund lokinni er gengið í safnaðarsalinn þar sem Sigurður Guðmundsson sem situr í Bæjarstjórn fyrir hönd Bæjarlistans mun flytja framsöguerindi. Allir velkomnir, þátttaka ókeypis.