Sjálfboðaliði segir frá

Síðustu sex ár hefur Glerárkirkja tekið á móti 56 ungmennum erlendis frá. Flest hafa stoppað stutt. Erindi þeirra hefur verið að taka þátt í nokkurra daga verkefni á vegum Glerárkirkju eða í samstarfi við Glerárkirkju. Þau ungmenni sem hafa dvalið lengst (6 til 13 mánuði) hafa verið styrkt af Evrópu Unga Fólksins. Síðastliðið haust tók Glerárkirkja svo í fyrsta sinn á móti BIJ-sjálfboðaliða. Hún heitir Jessica og við báðum hana að skrifa nokkur orð um verkefnið og sýn hennar á það.
Halló!

Ég heiti Jessica og ég er 25 ára gömul. Ég er frá Belgíu, og ég er Frakki líka. Ég er þýðandi að mennt úr spænsku, ensku og ítölsku á frönsku, og ég hef unnið sem tungumálakennari fyrir fullorðna í Brussel. Í haust var ég sjálfboðaliði í Glerárkirkju og Síðuskóla frá 15. september til 15. desember 2010. Ég fékk styrk frá BIJ (skrifstofu fyrir alþjóðleg ungmennaskipti) til að fara til Íslands og læra íslensku á meðan ég vann sem sjálfboðaliði. Ég tók kvöldnámskeið í Margvís tvisvar í viku og ég hitti líka einkakennara fjórum sinnum í viku.

BIJ var stofnuð af annars vegar ráðinu sem fer með alþjóðatengsl (Commissariat Général aux Relations Internationales) og hins vegar af ráðuneyti menningarmála hins frönskumælandi samfélagsins í Belgíu (Direction Générale de la Culture). Markmið BIJ er að koma á fót og standa fyrir ungmennaskiptum. Í dag er BIJ með verkefni í 70 löndum fyrir þátttakendur frá Wallóníu og Brussel. Verkefnið sem ég fékk styrk frá var “Tremplin Jeunes” (ungt fólk á faraldsfæti) en það er ætlað ungu fólki (18 til 35 ára) sem hefur áhuga á að búa erlendis og auka þekkingu sína á tungumálum í gegnum þátttöku í sjálfboðastarfi og/eða starfsnámi sem gefur þeim möguleika á að safna reynslu. Hérna er vefsíða þeirra www.lebij.be.

Ég hafði þegar farið til Íslands. Í hittifyrra (sumarið 2009) tók ég þátt í vinnubúðum á Neskaupsstað og síðasta sumar tók ég þátt í vinnubúðum í Bláfjöllum. Ég er mjög hrifin af Íslandi og hef mikinn áhuga á tungumálinu, menningunni, náttúrunni og fólkinu.

Þar er BIJ að þakka að ég hef getað látið draum minn rætast, þ.e. að læra tungumál erlendis og kynnst annarri menningu og öðrum veruleika, en einnig að öðlast reynslu á nýjum starfsvettvangi. Ég fekk ekki tækifæri til að fara til útlanda með Erasmus-styrk meðan ég var í námi, þess vegna greip ég tækifærið að fara með BIJ-styrk. Tremplin Langues (ungt fólk á faraldsfæti) býður upp á þann möguleika að læra erlent tungumál sem ekki er hægt að læra í Belgíu. Til að fá styrkinn þarf umsækjandinn að finna samtök (í landinu sem hann hefur áhuga á) sem eru reiðubúin að taka við honum sem sjálfboðaliða. Því næst þarf hann að skrifa áætlun í samstarfi við samtökin, leggja hana síðan fyrir BIJ til umsagnar ásamt rökstuðningi og bíða ákvörðunar stjórnarinnar. BIJ er sér vel meðvitað um að tungumál eru mikilvæg, ekki síst fyrir mig sem er atvinnuþýðandi. Án hjálpar frá BIJ hefði ég aldrei getað náð þeirri færni í íslensku sem ég hef núna. Þetta verkefni mun hafa bein áhrif á starf mitt í framtíðinni þar sem ég mun hefja nám á meistarastigi samningatækni í september næstkomandi og ég valdi “samningatækni í norrænu samhengi” og “menning og stofnanir á Norðurlöndum”. Ég ætla líka að byrja sænskunám og kunnátta mín í íslensku mun auðvelda það.

Núna er ég í Reykjavík til 1. ágúst 2011, ég er sjálfboðaliði hjá Rauða Krossinum Kópavogsdeild í sjálfboðaliðaáætluninni Evrópa Unga Fólksins (www.euf.is) 
Með kveðju,
Jessica

Nánari upplýsingar um sjálfboðaliðaverkefni Glerárkirkju gefur Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni. Netfangið hans er petur[hjá]glerarkirkja.is, sími á skrifstofu 464 8807 og gsm 864 8451