Fréttir

Björn Teitsson segir ferðasögur á samveru eldri borgara

Björn Teitsson sagnfræðingur sem var skólameistari Menntaskólans á Ísafirði 1979 - 2001 og kennari um árabil við Menntaskólann á Akureyri, verður sérstakur gestur á samveru eldri borgara í Glerárkirkju fimmtudaginn 19. janúar. Samveran hefst kl. 15:00. Umsjón með samverunni hefur sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir og fær hún Valmar Väljaots organista Glerárkirkju til liðs við sig í tónlistina. Vafalaust munu þau fá hópinn til að æfa helstu þorrasöngvana og syngja aðra andans söngva. Allir eru velkomnir á samveruna og að njóta þess sem Sigurrós Anna Gísladóttir ber á hlaðborðið gegn vægu gjaldi. Að vanda er boðið upp á akstur frá Lindasíðu og fer SBA bíllinn af stað þaðan kl. 14:45.

Alþjóðleg bænavika hefst í dag

Þessa viku sameinast kristið fólk um allan heim í bæn fyrir einingu. Bænavikan er undirbúin af kirkjum sem tilheyra samkirkjulegum samtökum er nefnast Alkirkjuráðið (World Council of Churches) og kaþólsku kirkjunni. Sjá nánar í frétt á kirkjan.is. Dagskrá á Akureyri er birt á kirkjan.is/naust.

Ást fyrir lífið - hjónabandsnámskeið

Vilt þú gera gott hjónaband betra? Mættu á námskeið 18. jan. kl. 20 í Glerárkirkju!

Pistill um biskupskjör

Það eru tvennar biskupskosningar framundan. Margt er skrafað af því tilefni. Sumir rita greinar eða pistla. Aðrir bæta við ummælum. Einstaka gera jafnvel hvorutveggja. Það er vel því miklu máli skiptir hvernig einstaklingur situr í biskupssæti að kjöri loknu.  Lesa pistil Péturs Björgvins ,,Kall eftir konu" á trú.is.

Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika

Samkirkjuleg bænavika hefst miðvikudaginn 18. janúar og stendur til 25. janúar. Það er alkirkjuráðið og samkirkjunefnd Kaþólsku kirkjunnar sem standa fyrir bænavikunni á hverju ár. Dagsetningar miða við Péturs- og Pálsmessu. Að þessu sinni fylgjum við hér á landi þeim dagsetningunum en fram að þessu hafa bænadagarnir átta miðað við sunnudagana næst þessum messudögum. Auglýsing til útprentunar (pdf-skjal).

Barnakórinn - ný börn velkomin

Barnakór Glerárkirkju hefur æfingar að loknu jólafríi, mánudaginn 16. janúar. Æft verður alla mánudaga frá 15:45 til 16:45. Öll börn úr fyrsta til fimmta bekk eru velkomin. Kórstjóri er Marína Ósk Þórólfsdóttir, s. 847-7910.

Æfing hjá Æskulýðskór Glerárkirkju

Æskulýðskór Glerárkirkju hefur nú hafið æfingar aftur að lokna jólafríi og verða æfingar kórsins á fimmtudögum kl. 17:00 í safnaðarheimilinu. Stjórnandi er Marína Ósk Þórólfsdóttir tónlistarkennari. Kórinn er ætlaður börnum í 6. bekk og eldri. Hann kemur fram í fjölskylduguðsþjónustum í Glerárkirkju einu sinni í mánuði, auk ýmissa annarra tækifæra.

Af Þrettánduakademíunni

Í tilefni þess að Þrettánduakademíunni er nýlokið, viljum við í Glerárkirkju benda á pistil sr. Guðrúnar Karlsdóttur á trú.is. Yfirskrift akademíunnar var að þessu sinni Af baráttunni góðu í þjónustu og boðun. Þar flutti Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu sem hann nefndi Kynferðisbrot gegn börnum og samfélagsvitund. Meðal framsögufólks var einnig Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, leikkona, leikskáld og rithöfundur. Hennar erindi bar titilinn: Um kynbundið ofbeldi á mannamáli. Sr. Guðrún Karlsdóttir, prestur í Grafarvogskirkju gerir stuttlega grein fyrir þessum tveimur erindum á trú.is. Þess má geta í þessu samhengi að í um 16 ára skeið hefur sr. Gunnlaugur Garðarsson, sóknarprestur í Glerárkirkju, setið í undirbúningsnefnd Þrettánduakademíunnar, en hún hefur verið haldin árlega í Skálholti. Lesa pistil Guðrúnar.

Dagskráin framundan í Glerárkirkju

Foreldramorgnar hefjast að nýju fimmtudaginn 12. janúar. Sama dag byrjar æskulýðskórinn aftur æfingar sínar. Barnastarfið og messan er á sínum stað sunnudaginn 15. janúar og barnakórinn byrjar æfingar mánudaginn 16. janúar, nú á nýjum tíma, þ.e. kl. 15:45. Nánar má fræðast um dagskrá vikunnar hér.

Æskulýðsfélagið Glerbrot - dagskrá á vorönn

Um síðustu helgi áttu félagar úr æskulýðsfélagi Glerárkirkju góða daga saman í bústað á Illugastöðum. Meðal annars bjuggu þau til dagskrá fyrir starfið mánuðina janúar, febrúar og mars. Æskulýðsfélagið heitir Glerbrot, en það nafn fékk félagið við stofnun þess haustið 1983. Í vor verður æskulýðsfélagið með félagsfundi á sunnudögum kl. 16.16 og opið kaffihús á þriðjudagskvöldum. Starfið hefst sunnudaginn 15. janúar, þ.e. í sömu viku og fermingarfræðslan sem hefst þriðjudaginn 17. janúar. Félagið er opið krökkum úr áttunda bekk og eldri. - Smellið hér til að skoða dagskrá.