Fréttir

Guðleg vídd tilverunnar

Þessar vikurnar stendur Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi ásamt Glerárkirkju fyrir samræðukvöldum um vegferð trúarinnar. Miðvikudagskvöldið 15. febrúar er fengist við hina guðlegu vídd tilverunnar. Innlegg og viðtal: Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur, hann ræðir við Katrínu Ásgrímsdóttur, framkvæmdastjóra Sólskóga.

Kynning á barnabókasetri á foreldramorgni 9. febrúar

Fimmtudaginn 9. febrúar kemur góður gestur í heimsókn á foreldramorgunn. Nanna Lind frá Amtsbókasafninu á Akureyri mun kynna í máli og myndum, nýstofnað Barnabókasetur sem staðsett er á Amtsbókasafninu.  Hér má finna umfjöllun um Barnabókasetrið

Umræðukvöldin hefjast í kvöld

Í kvöld, miðvikudagskvöldið 8. febrúar hefjast umræðukvöldin sem verða í Glerárkirkju í alls átta miðvikudagskvöld í febrúar og mars. Því miður er Kristinn Ólason forfallaður, en sr. Gunnlaugur Garðarsson mun vera með opnunarerindi og sagt verður frá fyrirhugaðri dagskrá framundan. Sjá nánar hér á vefnum.

Fundir með foreldrum fermingarbarna 12. og 19. febrúar

Foreldrar barna sem fermast í Glerárkirkju vorið 2012 eru boðaðir til foreldrafunda 12. og 19. febrúar eins og fram kemur í bréfi frá prestum sem send eru heim með börnunum að loknum fræðslustundum þessa vikuna. Bréfið er einnig aðgengilegt hér á heimasíðu kirkjunnar.

Tilviljun? í heimsókn - myndir

Þemaviku fermingarbarna lauk með heimsókn frá hljómsveitinni Tilviljun? í Glerárkirkju, sunnudaginn 5. febrúar 2012. Hljómsveitin sá um tónlistina í fjölskylduguðsþjónustu kl. 11:00 ásamt Barnakór Glerárkirkju og Æskulýðskór Glerárkirkju, en kórunum stjórnar Marína Ósk. Um kvöldið var svo guðsþjónustu kl. 20:00 þar sem nokkur fermingarbörn tóku lagið með hljómsveitinni. Við þökkum Tilviljun? kærlega fyrir komuna og öllum fyrir þátttökuna. Hér á vef kirkjunnar eru nokkrar myndir frá deginum. Fleiri myndir má skoða á: flickr.com

Sunnudagurinn 5. febrúar

Fjölskylduguðsþjónusta og barnastarf kl. 11:00 Hljómsveitin Tilviljun? sér um tónlist og söng ásamt Barnakór Glerárkirkju og Æskulýðskór Glerárkirkju, en kórarnir koma fram undir stjórn Marínu Óskar Þórólfsdóttur. Kvöldguðsþjónusta klukkan 20:00. Fermingarbörn taka virkan þátt. Hljómsveitin Tilviljun? sér um tónlistina ásamt fermingarbörnum.

Fermingardagar árið 2012

Foreldrar fermingarbarna er vinsamlegast beðnir að senda inn endanlega dagsetningu á fermingardegi. Reglan er sú að börnin eru skráð á fermingardag með sínum bekk nema annað sé tekið fram. Foreldrar þurfa sem sagt ekki að hafa samband ef börnin eiga að fermast á þeim degi sem þeirra bekkur er skráður.  Þið sem þurfið að breyta um fermingardag, vinsamlegast látið vita fyrir öskudag, 22. febrúar nk. Best er að koma breytingum til sr. Örnu, á arna@glerarkirkja.is Hér má finna fermingardaga í Glerárkirkju árið 2012

Hljómsveitin Tilviljun?

Hljómsveitin Tilviljun? kom nýverið fram á tónleikum í Neskirkju. Þar var þetta myndband gert. Endilega skoðið það og kynnist hljómsveitinni sem verður í heimsókn í Glerárkirkju næstkomandi sunnudag.

Dagskrá þemaviku

Þessa vikuna er þemavika fermingarbarna í Glerárkirkju. Í boði er fjölbreytt dagskrá sem vert er að kynna sér.

YES, þjóðkirkja

Ég gleðst yfir kirkjunni minni, já ég hreinlega elska hana. Þar er frábært starf, frábært fólk. Ég vil ekki týna gleðinni þó það gefi á bátinn. Lesa mánudagspistil á trú.is.