Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika

Samkirkjuleg bænavika hefst miðvikudaginn 18. janúar og stendur til 25. janúar. Það er alkirkjuráðið og samkirkjunefnd Kaþólsku kirkjunnar sem standa fyrir bænavikunni á hverju ár. Dagsetningar miða við Péturs- og Pálsmessu. Að þessu sinni fylgjum við hér á landi þeim dagsetningunum en fram að þessu hafa bænadagarnir átta miðað við sunnudagana næst þessum messudögum. Auglýsing til útprentunar (pdf-skjal).

Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika

fyrir einingu kristninnar 18. – 25. jan.

 Þema vikunnar: „Sigur Krists umbreytir okkur”. (Sbr. 1. Kor. 15:51-58)

 Dagskrá:

 Miðvikudagur 18. janúar klukkan 12:00
Bænastund á Hjálpræðishernum, Hvannavöllum 10

 

Fimmtudagur 19. janúar kl. 12:00
Kyrrðar og fyrirbænastund í Þjóðkirkjunni í Akureyrarkirkju, Eyrarlandsvegi

 

Laugardagur 21. janúar kl.12:00
Samkoma í Aðventkirkjunni í Gamla Lundi, Eiðsvallagötu 14

 

Sunnudagur 22. janúar
Sameiginlegar fyrirbænir um einingu kristninnar í guðsþjónustum safnaðanna

Bæna- og íhugunarstund í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð kl. 20

Mánudagur 23. janúar klukkan 20:00
Bænastund í Hvítasunnukirkjunni, Skarðshlíð 20

 

Þriðjudagur 24. janúar klukkan 20:00
Aftansöngur í Kaþólsku kirkjunni, Péturskirkju, Hrafnagilsstræti 2

Miðvikudagur 25. janúar klukkan 20:00
Sameiginleg samkoma með þátttöku trúfélaga á Akureyri í Glerárkirkju. Gospelkór Akureyrar syngur og leiðir söng.

Efni bænavikunnar er hægt að nálgast á www.oikoumene.org og www.kirkjan.is og þar á meðal daglegar bænir þessa átta daga sem kristnir menn eru hvattir til að taka þátt í einslega eða á bænastundum safnaðanna og guðsþjónustum.

Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga á Akureyri, Aðventkirkjan, Hjálpræðisherinn, Hvítasunnukirkjan, Kaþólska kirkjan og Þjóðkirkjan.