Æskulýðsfélagið Glerbrot - dagskrá á vorönn

Um síðustu helgi áttu félagar úr æskulýðsfélagi Glerárkirkju góða daga saman í bústað á Illugastöðum. Meðal annars bjuggu þau til dagskrá fyrir starfið mánuðina janúar, febrúar og mars. Æskulýðsfélagið heitir Glerbrot, en það nafn fékk félagið við stofnun þess haustið 1983. Í vor verður æskulýðsfélagið með félagsfundi á sunnudögum kl. 16.16 og opið kaffihús á þriðjudagskvöldum. Starfið hefst sunnudaginn 15. janúar, þ.e. í sömu viku og fermingarfræðslan sem hefst þriðjudaginn 17. janúar. Félagið er opið krökkum úr áttunda bekk og eldri. - Smellið hér til að skoða dagskrá.