Björn Teitsson sagnfræðingur sem var skólameistari Menntaskólans á Ísafirði 1979 - 2001 og kennari um árabil við Menntaskólann
á Akureyri, verður sérstakur gestur á samveru eldri borgara í Glerárkirkju fimmtudaginn 19. janúar. Samveran hefst kl. 15:00. Umsjón með
samverunni hefur sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir og fær hún Valmar Väljaots organista Glerárkirkju til liðs við sig í tónlistina.
Vafalaust munu þau fá hópinn til að æfa helstu þorrasöngvana og syngja aðra andans söngva. Allir eru velkomnir á samveruna og að
njóta þess sem Sigurrós Anna Gísladóttir ber á hlaðborðið gegn vægu gjaldi. Að vanda er boðið upp á akstur frá
Lindasíðu og fer SBA bíllinn af stað þaðan kl. 14:45.