Fréttir

Biskupsvígsla

Næstkomandi sunnudag, 24. júní, vígir Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, sr. Agnesi M. Sigurðardóttur. Viðstaddir verða biskupar frá öllum Norðurlöndunum auk fjögurra biskupa frá Bretlandseyjum. Athöfnin sem fer fram í Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti í Reykjavík hefst kl. 14:00 og er öllum opin.

Solveig Lára sóknarprestur á Möðruvöllum kjörin vígslubiskup

Í dag voru talin atkvæði í síðari umferð kosningar til embættis vígslubiskups á Hólum. Atkvæði féllu þannig að sr. Kristján Björnsson fékk 70 atkvæði og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir fékk 96 atkvæði.

Foreldramorgnar á sínum stað hvern fimmtudag

Minnum á að foreldramorgnar eru á sínum stað í sumar: Alla fimmtudagsmorgna frá 10:00 til 12:00 í safnaðarsalnum. Heitt á könnunni.

Skiptir sjálfbær þróun máli?

Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun verður haldin í Rio de Janeiro í Brasilíu á sama stað og Jarðarfundurinn fyrir tuttugu árum og því hefur ráðstefnan fengið nafnið Ríó + 20. Ráðstefnan hefst á morgun, 20. júní. Til hliðar við hana sameinast fjöldi félagasamtaka um "The people summit", þar á meðal þróunarhjálp evangelísku kirkjunnar í Þýskalandi (EED).

Til hamingju með kvenréttindadaginn

Við í Glerárkirkju óskum þjóðinni allri til hamingju með kvenréttindadaginn og hvetjum fólk til að mæta í árlega kvennasögugöngu Jafnréttisstofu, Minjasafnsins á Akureyri, Zontakvenna og Akureyrarbæjar kl. 16:30.

Kirkjan auki þjónustu við þau sem eru á jaðrinum í samfélaginu

Á ráðstefnu um þjónustu kirkjunnar - díakoníuna - sem haldin var nýverið í Colombo, Sri Lanka, var samþykkt ályktun þar sem kirkjur um allan heim eru hvattar til þess að taka sér stöðu við hlið þeirra sem eru jaðarsett í samfélaginu. Barátta fólksins fyrir jafnrétti og réttlæti sé barátta sem kirkjan eigi að styðja.

Séra frú Agnes

Ríkissjónvarpið birti áhugaverðan þátt um sr. Agnesi M. Sigurðardóttur verðandi biskup í gærkvöldi. VÞátturinn gefur tón sem ætla má að sé gott upphaf að vegferð hennar sem biskup. Sr. Agnes birtist fólki sem heilsteypt manneskja, sönn í því sem hún tekur sér fyrir og ekki eru meðmæli heimafólks af verri endanum.

Góð aðsókn í sumarbúðirnar við Hólavatn

KFUM og KFUK reka sumarbúðir við Hólavatn í Eyjafirði. Síðustu ár hefur farið fram mikil uppbygging þar og nú í vor var tekinn í notkun nýr svefnskáli og hefur aðstaða þar stórbatnað. Skráning er mjög góð í sumarbúðirnar og eru nú þegar 200 börn skráð í flokka sumarsins og er það 25% aukning frá fyrra ári. Enn eru nokkur pláss laus.

Gleði og upplifun

Kór Glerárkirkju er væntanlegur til landsins á morgun, þriðjudag, eftir að hafa tekið þátt í Sing'n Joy 2012 í Vínarborg þar sem fjöldi kóra frá öllum heimshornum kom saman, annars vegar til þess að standa fyrir margskonar sameiginlegum tónleikum og hins vegar til að taka þátt í kórakeppni. Kór Glerárkirkju kemur heim með bronsverðlaun í farteskinu.

Hugvekja á 17. júní

Hér er birt hugvekja sem flutt var í Lystigarðinum í dag, 17. júní.