Kirkjan auki þjónustu við þau sem eru á jaðrinum í samfélaginu

Þátttakendur á ráðstefnu Alkirkjuráðsins.
Þátttakendur á ráðstefnu Alkirkjuráðsins.

Á ráðstefnu um þjónustu kirkjunnar - díakoníuna - sem haldin var nýverið í Colombo, Sri Lanka, var samþykkt ályktun þar sem kirkjur um allan heim eru hvattar til þess að taka sér stöðu við hlið þeirra sem eru jaðarsett í samfélaginu. Barátta fólksins fyrir jafnrétti og réttlæti sé barátta sem kirkjan eigi að styðja. Í frétt um ályktunina er meðal annars vitnað í dr. Wati Longchar, guðfræðing á Indlandi sem sjálfur tilheyrir ættbálki sem í dag er jaðarsettur. Hann sagði m.a.:

Það er ekki val, heldur heilög köllun okkar að gera þjónustuna við hin jaðarsettu að forgangsatriði í kirkjustarfinu. Aðeins sú kirkja sem hlustar á raddir hinna jaðarsettu mun átta sig á því hvað það er að vera kirkja.

Sjá nánar í frétt á vef Alkirkjuráðsins.