Skiptir sjálfbær þróun máli?

Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun verður haldin í Rio de Janeiro í Brasilíu á sama stað og Jarðarfundurinn fyrir tuttugu árum og því hefur ráðstefnan fengið nafnið Ríó + 20. Ráðstefnan hefst á morgun, 20. júní. Til hliðar við hana sameinast fjöldi félagasamtaka um "The people summit", þar á meðal þróunarhjálp evangelísku kirkjunnar í Þýskalandi (EED).

Þróunarhjálp evangelísku kirkjunnar í Þýskalandi tekur virkan þátt í hliðarráðstefnu við "Rio+20" sem hefst á morgun í Brasilíu. Það eru Sameinuðu Þjóðirnar sem standa fyrir þessu Rio+20 þingi, tuttugu árum eftir stóra leiðtogafundinn 1992 í Rio de Janero sem bar heitið „Ráðstefna um umhverfi og þróun“. Í daglegu tali er ráðstefnan kölluð „Ríófundurinn“ (The Rio Summit). Hann telst tímamótafundur, ekki aðeins sökum þess að þetta var einn stærsti fundur sem alþjóðasamfélagið hefur staðið fyrir, heldur ekki síður vegna þeirra samninga og samþykkta sem hann skilaði. Ríóyfirlýsingin hefur að geyma 27 meginreglur í umhverfismálum. Þar var samþykkt svokölluð dagskrá 21 sem er mörghundruð síðna framkvæmdaáætlun sem var ætlað að vera einskonar leiðarvísir fyrir ríkisstjórnir heims þar sem tekið er á efnahagslegum þáttum, félagslegum þáttum og umhverfis- og auðlindastjórnun. Nú er orðið ljóst að mörgum þessara markmiða verður ekki náð fyrir 2015 eins og að var stefnt.