10.04.2013
Á morgun fimmtudaginn 11 apríl, verður samvera fyrir eldri borgara í Glerárkirkju. Gestur samverunnar verður Kristín Aðalsteinsdóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri. Hún mun fjalla um endurminningar frá liðinni tíð og svo syngjum við inn vorið! Allir eru velkomnir. Rútuferð frá Lindarsíðu með viðkomu í Lögmannshlíð 14:45.
09.04.2013
Þessi pistill birtist á vef sr. Sigríðar og síðan á tru.is, sem viðbrögð við umræðunni um atburðina á Húsavík þegar ungri stúlku var nauðgað þar árið 1999 og eftirmála þess. Eins og oft hittir sr. Sigríður naglann á höfuðið. Hún segir m.a:
03.04.2013
Minnum á æfingar fyrir fermingarathafnir helgarinnar. Þau sem eiga að fermast laugardaginn 6. apríl eiga að mæta á æfingu fimmtudaginn 4. apríl kl. 16. Þau sem eiga að fermast sunnudaginn 7. apríl eiga að mæta á æfingu föstudaginn 5. apríl kl. 16. Æfingin tekur u.þ.b. klukkustund og mikilvægt að öll fermingarbörn mæti.
03.04.2013
Þriðja hvert mannsbarn er kristinnar trúar, en trúin hefur flust suður á bóginn. Þetta er m.a. það sem má lesa í fróðlegri grein Kristeligt Dagblad.
02.04.2013
Miðvikudagskvöldið 3. apríl mun sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson, fv. sóknarprestur á Egilsstöðum flytja erindi sem nefnist ,,hinn boðandi söfnuður" en erindið er hluti af fræðslukvöldaröð prófastsdæmisins og Starfs- og leikmannaskóla kirkjunnar sem fer fram þessar vikurnar að frumkvæði Glerárkirkju. Dagskráin hefst kl. 20:00 með helgistund í umsjón sr. Gunnlaugs Garðarssonar sem einnig leiðir umræður að kaffihléi loknu.
27.03.2013
Helgihald í Glerárkirkju verður með eftirfarandi hætti um páskana:
22.03.2013
Næsta sunnudag, pálmasunnudag, verður boðið upp á fundi með foreldrum fermingarbarna, bæði að lokinni fjölskylduguðsþjónustu og kvöldguðsþjónustu. Á fundinum verður farið yfir ýmis praktísk mál með foreldrum, og tækifæri gefst til spurninga og spjalls. Foreldrum er frjálst að velja hvorn fundinn þeir mæta á.
21.03.2013
ATH: NÝ DAGSETNING: 3. Apríl! Kjarni boðunarstarfs kirkjunnar er prédikun fagnaðarerindisins - að kalla fólk til trúar á Jesú Krist og til þátttöku í hinu nýja samfélagi í Kristi. Með einkunnarorðum sínum ítrekar þjóðkirkjan að hún er boðandi kirkja. Miðvikudagskvöldið 3. apríl mun sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson, fv. sóknarprestur á Egilsstöðum flytja erindi sem nefnist ,,hinn boðandi söfnuður" en erindið er hluti af fræðslukvöldaröð prófastsdæmisins og Starfs- og leikmannaskóla kirkjunnar sem fer fram þessar vikurnar að frumkvæði Glerárkirkju. Dagskráin hefst kl. 20:00 með helgistund í umsjón sr. Gunnlaugs Garðarssonar sem einnig leiðir umræður að kaffihléi loknu. Það eru allir hjartanlega velkomnir í Glerárkirkju þetta kvöld. Aðgangur er ókeypis en tekið er á móti frjálsum framlögum í kaffisjóð.
18.03.2013
Gunnhildur Helgadóttir kemur í heimsókn og kynnir fyrir okkur ýmsar olíur og gagnsemi þeirra, og hver veit nema hún kenni okkur eitthvað í iljanuddi líka!
13.03.2013
Þessar vikurnar standa yfir í Glerárkirkju fræðslukvöld prófastsdæmisins í samstarfi við Starfs- og leikmannaskóla þjóðkirkjunnar. Til þess að sem flestir geti notið fræðslukvöldanna þá eru framsöguerindin hvert kvöld tekin upp og birt í sjónvarpi kirkjunnar, www.kirkjan.is/sjonvarp. Nú þegar hafa fjögur erindi verið birt þar og er fólk hvatt til að kynna sér þau sem og að koma og taka þátt í kvöldunum sjálfum, á miðvikudagskvöldum fram til 3. apríl.