Fréttir

Sunnudagur 19. nóvember.

Messa og sunnudagaskóli kl. 11.00 Sameiginlegt upphaf í messu. Sr. Stefanía G. Steinsdóttir þjónar. Kór Glerárkirkju syngur undir stjóna Valmar Väljoats. Kvöldguðþjónusta kl. 20:00 Krossbandið, kertaljós og kærleikur. Sr. Stefanía G. Steinsdóttir þjónar. Allir velkomnir

Sunnudagur 12. nóvember

Messa og sunnudagskóli kl 11:00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og Sunna K. Gunnlaugsdóttir þjónar. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmar Väljaots. Allir Velkomnir.

Erindi um persónulega trúarreynslu og daglegt líf

Á fræðslu- og umræðukvöldi í Glerárkirkju miðvikudaginn 8. nóvember kl. 20 verður Persónuleg trúarreynsla og daglegt líf viðfangsefnið. Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur, verður með erindi.

Sunnudagur 5. nóvember

Fjölskylduguðþjónusta kl. 11.00. Sr. Stefanía G. Steinsdóttir, Sunna G. Gunnlaugsdóttir og Margrét Árnadóttir þjóna. Allir velkomnir.

Sunnudagur 29. október Messa og barnastarf kl. 11:00

Sunnudagur 29. október kl. 11:00 Messa og barnastarf. Sameiginlegt upphaf í messu. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju syngur. Organisti Valmar Väljaots. Allir velkomnir.

Samvera eldri borgara fimmtudaginn 25. október

Samvera eldri borgara verður fimmtudaginn 25. október kl. 15:00 Gestur samverunnar verður sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup og heitir erindið hans. Litið yfir veginn. Kaffiveitingar, söngur og gott samfélag. Sætaferðir frá Lögmannshlíð og Lindarsíðu. Allir velkomnir.

Fræðslustefna siðbótar sístætt verkefni. Erindi 25. okt. kl. 20

Á fræðslu- og umræðukvöldi í Glerárkirkju 25. október kl. 20 verður Fræðslustefna siðbótarinnar sístætt verkefni tekið til umræðu. Það er dr. Gunnar J. Gunnarsson, formaður siðbótarnefndarinnar og prófessor við menntasið Háskóla Íslands

Sunnudagurinn 22. október. Messa og kvöldguðþjónusta.

Messa kl. 11:00 Sr. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmar Valjaots organista. Kvöldguðþjónusta kl. 20:00 Sr. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir þjónar. Krossbandið sér um tónlistina. Allir velkomnir. Sunnudagaskóli kl. 11.00 Umsjón Sunna Kristrún djákni. Sameiginlegt upphaf í messu.

Sunnudagurinn 15. október Messa og sunndagaskóli.

Sunnudagaskóli kl. 11:00. Umsjón Sunna Kristrún djákni. Sameiginlegt upphaf í messu. Messa kl. 11:00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju syngur. Organisti Petra Pálsdóttir.

Siðbótarkonur í fortíð og nútíð. Erindi 11. okt. kl. 20

Það eru þær sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup, og sr. Stefanía Steinsdóttir sem fjalla um þetta efni á fræðslu- og umræðukvöldi í Glerárkirkju á miðvikudaginn 11. október kl. 20. Siðbótarkonur í fortíð og nútíð. Söfnuðurinn í breyttum heimi. Hvetjum alla til að mæta og hlusta og verður gefið gott pláss fyrir umræður yfir kaffiveitingum.