Erindi um persónulega trúarreynslu og daglegt líf

Á fræðslu- og umræðukvöldi í Glerárkirkju miðvikudaginn 8. nóvember kl. 20 verður Persónuleg trúarreynsla og daglegt líf viðfangsefnið. Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur, verður með erindi og glímir við eftirfarandi spurningar:

  • Hvað er svona merkilegt við það að vera trúaður og að biðja?
  • Hvernig varð trúarreysla Lúthers og uppgötvun hans á fagnaðarerindinu mótandi fyrir bænalíf einstaklinga í siðbótarkirkjunni?
  • Hvernig verður trúin einstaklingsbundin með siðbótinni?
  • Hver er munurinn á iðrun og betrun annars vegar og hins vegar afturhvarfi og tileinkun trúarinnar?
  • Hvernig reynist bænalíf í þessum anda í nútímasamfélagi?
Bænalíf